Viðskipti innlent

Hall­dóra Anna stýrir markaðs­málum Vinnu­palla

Atli Ísleifsson skrifar
Halldóra Anna Hagalín.
Halldóra Anna Hagalín. aðsend

Halldóra Anna Hagalín hefur verið ráðin til að sjá um markaðsmál Vinnupalla. 

Í tilkynningu kemur fram að Halldóra sé með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hún sé með víðtæka reynslu þegar komi að markaðsmálum og gafi sérhæft sig í þeim geira í um tuttugu ár. 

„Frá árinu 2005 til ársins 2013 starfaði hún hjá Birtíngi þar sem hún kom að markaðsmálum auk þess sem hún ritstýrði fjölda tímarita. Áður en hún kom til starfa hjá Birtíngi var hún verkefnastjóri hjá 365 miðlum í fjögur ár. 

Eftir veru sína á fjölmiðlum skellti Halldóra sér yfir á bílamarkaðinn og var í markaðsstjórn, vefstjórn og kom að þjónustuþróun hjá Heklu. Hún vann hjá Heklu til ársins 2022. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt að markaðsmálum ýmissa fyrirtækja og einnig tekið að sér hönnun og uppsetningu á heimasíðum,“ segir í tilkynningunni. 

Ennfremur segir að Halldóra og eiginmaður hennar, Viðar Bjarnason, hafi keypt líkamsræktarstöðina Kvennastyrk á síðasta ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×