Viðskipti innlent

Aug­lýsa eftir nýjum rekstrar­aðilum í Mjódd

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frestur til að skila inn hugmyndum er til 1. nóvember næstkomandi.
Frestur til að skila inn hugmyndum er til 1. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 

Reykjavíkurborg vill bæta þjónustu, verslun og veitingaaðstöðu í Mjódd þar sem nú er biðstöð fyrir notendur Strætó. Auglýsing var birt í dag á vef borgarinnar og eru áhugasamir beðnir um að senda tillögur sínar fyrir 1. Nóvember næstkomandi á netfang starfsmanns.

Gert er ráð fyrir því að reksturinn verði í Þönglabakka 4 í Mjódinni og að nýr rekstraraðili taki þátt í skipulagningu breytinga á hlutverki húsnæðisins. Það yrði gert í samvinnu við borgina og aðra sem eru með starfsemi í Mjódd.

Í frétt á vef borgarinnar segir að í Mjóddinni sé áhugavert tækifæri fyrir veitingarekstur sem fari vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó.

„Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara rúmlega 3.000 manns um hana daglega. Nýr rekstraraðili mun velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Gerð er krafa að opið verði frá kl. 8 – 22 alla daga og að aðgengi sé að salernum á þeim tíma.“

Þá kemur fram að við val á rekstraraðila verði nýnæmi hugmyndar, verðtilboð, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans ásamt viðskiptahugmynd metin.

Nánar hér á vef borgarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×