Viðskipti innlent

Níunda gagna­ver atNorth rís í Dan­mörku

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gagnaverið verður tilbúið við lok næsta árs, gangi öll plön eftir áætlun.
Gagnaverið verður tilbúið við lok næsta árs, gangi öll plön eftir áætlun.

Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. Gagnaverið verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm.

Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu.

„Við leggjum afar mikið upp úr vönduðu staðarvali gagnavera okkar svo það uppfylli strangar kröfur um öryggi, sjálfbærni og fýsileika fyrir viðskiptavini,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og heldur áfram:

„Eftirspurn eftir öflugum stafrænum innviðum fer stöðugt vaxandi og okkur er því mikil ánægja að fjárfesta í markaði gagnavera í Danmörku og stækka um leið starfssvæði okkar.“

Gagnaverið, sem fær heitið DEN01, verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm. Á Íslandi eru fyrir þrjú gagnaver, tvö í Finnlandi og eitt í byggingu, og svo tvö í Svíþjóð.

Í tilkynningunni kemur fram að gagnaverið sé hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar og kemur til með að geta sinnt 30 megavatta orkuþörf.

„Í Ballerup er gott að reka fyrirtæki og uppgangur í viðskiptalífinu. Um það er atNorth lýsandi dæmi. Sá möguleiki að geta í framtíðinni endurnýtt umframvarma frá gagnaverinu til sjálfbærrar hitaveitu er spennandi og ég hlakka til að fylgjast með framvindu verkefnisins,“ segir Jesper Würtzen, borgarstjóri Ballerup.

Í tilkynningu kemur fram að gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth nemi land í Danmörku með byggingu nýs gagnavers á Kaupmannahafnarsvæðinu. Miðað er við að gagnaverið verði tekið í notkun á seinasta ársfjórðungi 2024.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×