Innherji

Veit­ing­a­stað­ir í „mjög erf­iðr­i stöð­u“ og ótt­ast er að gjald­þrot­um fjölg­i

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, kallar eftir svipuðu fyrirkomulagi í kjarasamningum og á hinum Norðurlöndunum. „Ef við breytum ekki kerfinu verður framtíðin ekki björt í veitingarekstri á Íslandi.“
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, kallar eftir svipuðu fyrirkomulagi í kjarasamningum og á hinum Norðurlöndunum. „Ef við breytum ekki kerfinu verður framtíðin ekki björt í veitingarekstri á Íslandi.“ Aðsend

Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×