Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2023 16:08 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig eftir síðasta fund, þann 23. ágúst. Þá voru ýmsir hagvísar farnir að benda í rétta átt. Verðbólgan hafði farið hjaðnandi, úr 8,9% í júní í 7,6% í júlí og skýr merki komið fram um að peningalegt aðhald væri loks farið að bera árangur víðar en á íbúðamarkaði. Íbúðaverð hafði lækkað nokkuð hressilega tvo mánuði í röð og árshækkun vísitölu íbúðaverðs fór niður í 0,8% í júlí, lægsta gildi frá því í janúar 2011, segir hagfræðideild Landsbankans. „Verðbólguvæntingar höfðu aftur á móti ekki gefið jafnmikið eftir og peningastefnunefnd hefði viljað, þrátt fyrir 1,25 prósentastiga stýrivaxtahækkun í maí. Vaxtahækkanir voru heldur ekki farnar að segja greinilega til sín á vinnumarkaði þar sem enn mældist skortur á vinnuafli og atvinnuleysi undir þremur prósentum.“ Hagfræðideild segir nefndina hafa veitt litla sem enga framsýna leiðsögn í síðustu yfirlýsingu, aðeins tekið fram að framhaldið myndi „ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Síðan hafi verðbólgan hækkað, sé nú 0,4 prósentustigum hærri, verðbólguvæntingar virðast hafa versnað og þrátt fyrir að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu mældist hagvöxtur 4,5% á öðrum ársfjórðungi. Peningastefnunefnd kemur næst saman miðvikudaginn 4. október og greinir frá stýrivöxtum. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Landsbankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig eftir síðasta fund, þann 23. ágúst. Þá voru ýmsir hagvísar farnir að benda í rétta átt. Verðbólgan hafði farið hjaðnandi, úr 8,9% í júní í 7,6% í júlí og skýr merki komið fram um að peningalegt aðhald væri loks farið að bera árangur víðar en á íbúðamarkaði. Íbúðaverð hafði lækkað nokkuð hressilega tvo mánuði í röð og árshækkun vísitölu íbúðaverðs fór niður í 0,8% í júlí, lægsta gildi frá því í janúar 2011, segir hagfræðideild Landsbankans. „Verðbólguvæntingar höfðu aftur á móti ekki gefið jafnmikið eftir og peningastefnunefnd hefði viljað, þrátt fyrir 1,25 prósentastiga stýrivaxtahækkun í maí. Vaxtahækkanir voru heldur ekki farnar að segja greinilega til sín á vinnumarkaði þar sem enn mældist skortur á vinnuafli og atvinnuleysi undir þremur prósentum.“ Hagfræðideild segir nefndina hafa veitt litla sem enga framsýna leiðsögn í síðustu yfirlýsingu, aðeins tekið fram að framhaldið myndi „ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Síðan hafi verðbólgan hækkað, sé nú 0,4 prósentustigum hærri, verðbólguvæntingar virðast hafa versnað og þrátt fyrir að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu mældist hagvöxtur 4,5% á öðrum ársfjórðungi. Peningastefnunefnd kemur næst saman miðvikudaginn 4. október og greinir frá stýrivöxtum.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Landsbankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira