Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 10:30 Ólafur spyr hvar í heiminum það myndi gerast að seðlabankastjórar bjóði upp á ráðleggingar til lánþega, hvernig best sé að þeir hagi sínu lánasafni? vísir/vilhelm Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira