Viðskipti innlent

Fjögur ráðin til LSR

Atli Ísleifsson skrifar
Elín Hrund Búadóttir, Helgi Freyr Ásgeirsson, Katrín Kristjana Hjartardóttir og María Björk Baldursdóttir.
Elín Hrund Búadóttir, Helgi Freyr Ásgeirsson, Katrín Kristjana Hjartardóttir og María Björk Baldursdóttir. LSR

LSR hefur ráðið til sín þau Elín Hrund Búadóttir, Helgi Freyr Ásgeirsson, Katrín Kristjana Hjartardóttir og María Björk Baldursdóttir.

Í tilkynningu segir að Elín Hrund sé ráðin í starf forritara á sviðinu Stafræn þróun og rekstur, Helgi Freyr í starf sérfræðings hjá áhættustýringu, Katrín Kristjana í stöðu verkefnastjóra með áherslu á umbótaverkefni og María Björk sem sérfræðingur á fjármálasviði.

„Elín er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá HR, auk þess sem hún hefur lokið MSc-prófi í líf- og matvælatækni frá LTH í Lundi og BSc-prófi í matvælafræði frá HÍ. Hún hefur áður starfað hjá Controlant sem hópstjóri, hjá Alvotech við tölvukerfi og gæðamál og Actavis við gæðamál.

Helgi Freyr kemur í nýtt starf sérfræðings hjá áhættustýringu LSR, þar sem þekking hans á tryggingastærðfræði mun koma að góðum notum. Helgi er með MSc-gráðu í trygginga- og fjármálastærðfræði frá Háskólanum í Amsterdam auk þess að vera með BSc-gráðu í stærðfræði frá HÍ. Helgi hefur síðustu ár unnið við stærðfræðikennslu hjá MR, en unnið í hlutastarfi hjá LSR.

Katrín Kristjana hefur tekið stöðu verkefnastjóra með áherslu á umbótaverkefni sem snúa einkum að þjónustu sjóðsins. Katrín starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema auk þess að hafa starfað sem verkefnastjóri hjá bæði Icelandair og WOW Air. Þá hefur Katrín sinnt stundakennslu hjá Háskóla Íslands. Hún er með MSc-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ.

María Björk er ráðin sem sérfræðingur á fjármálasviði þar sem hún mun sinna fjölbreyttum verkefnum innan sviðsins, á borð við áætlana- og skýrslugerð, ásamt því að taka þátt í framþróunarverkefnum sjóðsins. María Björk starfaði áður við endurskoðun hjá KPMG auk þess sem hún hefur einnig unnið hjá EY og CreditInfo. Hún er með MAcc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá HR og BS-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.