Innherji

Aukinn vaxta­munur hefur ekki ýtt undir inn­flæði fjár­magns í ríkis­bréf

Hörður Ægisson skrifar
Í lok ágúst nam eign erlendra fjárfesta í ríkisbréfum um 51 milljarði, eða sem jafngildir um 5,4 prósentum af öllum útgefnum slíkum bréfum ríkissjóðs í krónum, og hefur sú hlutdeild haldist óbreytt um langt skeið.
Í lok ágúst nam eign erlendra fjárfesta í ríkisbréfum um 51 milljarði, eða sem jafngildir um 5,4 prósentum af öllum útgefnum slíkum bréfum ríkissjóðs í krónum, og hefur sú hlutdeild haldist óbreytt um langt skeið.

Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og mikilla verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri um langt skeið. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur. 


Tengdar fréttir

Verðtryggð krafa á Íslandi orðin töluvert lægri en í Bandaríkjunum

Ávöxtunarkrafan á bandarísku verðtryggðu ríkisskuldabréfi til þriggja ára er orðin um 60 punktum hærri en krafan á íslensku verðtryggðu ríkisbréfi og ef horft er til fimm ára er krafan á svipuðu reiki. Eigi að takast að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum þarf „bálreiðan“ Seðlabanka og að lágmarki 100 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar, að mati skuldabréfamiðlara hjá Arion banka.

Talað í kross í peningastefnunefnd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.

Seldi gjaldeyri til að mæta útflæði við útgöngu erlendra vogunarsjóða

Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í upphafi vikunnar með einni umsvifamestu sölu sinni á gjaldeyri á þessu ári. Þetta var í annað sinn í þessum mánuði sem bankinn stóð að gjaldeyrissölu á markaði en áður hafði bankinn ekki beitt gjaldeyrisinngripum í meira en þrjá mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×