Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 10:31 Max Verstappen hefur ekki trú á því að hann muni enda á verðlaunapalli í Singapúr. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður. Akstursíþróttir Mest lesið Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir Fótbolti Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Fótbolti Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Körfubolti Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum Enski boltinn Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Fótbolti Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Fótbolti Titilvörnin hefst á sigri í stórskemmtilegum leik Fótbolti Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir Fótbolti Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Fótbolti Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Körfubolti Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum Enski boltinn Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Fótbolti Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Fótbolti Titilvörnin hefst á sigri í stórskemmtilegum leik Fótbolti Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Norris á ráspól á Monza en Verstappen í brasi Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Sjá meira
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn