Neytendur

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Nýtt tekjuöflunarkerfi vegna bíla og notkunar á vegakerfi verður innleitt í tveimur áföngum.
Nýtt tekjuöflunarkerfi vegna bíla og notkunar á vegakerfi verður innleitt í tveimur áföngum. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Í nýju fjár­laga­frum­varpi sem kynnt var í morgun kemur fram að nýju heildar­kerfi fyrir skatt­lagningu á öku­tæki og elds­neyti sé ætlað að auka tekjur ríkis­sjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkis­sjóðs af þeirri skatt­lagningu hafi rýrnað mikið á undan­förnum árum sam­hliða breytingum á bíla­flota lands­manna.

Komið verði á nýju, ein­földu og sann­gjarnara kerfi um ára­mótin þar sem greiðslur bíla­eig­enda verði í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vega­kerfinu auk þess sem lág­mark bif­reiða­gjalds verður hækkað. Á­ætlað er að tekjur af öku­tækjum og elds­neyti verði 63,3 milljarðar króna.

Nýja tekju­öflunar­kerfið verður inn­leitt í tveimur á­föngum. Í fyrri á­fanga verður um að ræða kíló­metra­gjald vegna notkunar hrein­orku­bíla á vega­kerfinu og í þeim síðari vegna bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Aug­ljóst að allir þurfi að greiða fyrir notkun

„Við sjáum fyrir okkur að raf­bílar muni í auknum mæli taka þátt í því að greiða fyrir notkun á vega­kerfinu. Það hafa verið í gildi mjög miklar í­vilnanir fyrir um­hverfis­væna bíla og við höfum séð orku­skiptin eiga sér stað, sér­stak­lega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrir­tæki,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra.

„Við viljum auð­vitað sjá þessa þróun á­fram en heildar tekjur ríkisins af öku­tækjum og um­ferð hafa gefið of mikið eftir. Þessar í­vilnanir voru skyn­sam­legar til þess að fá breytinguna af stað en aug­ljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu og við erum að stíga á­kveðin skref á næsta ári þar sem raf­bílar munu fara að greiða fyrir notkun á vega­kerfinu.“

Er komin ein­hver tala þar?

„Ég get bara sagt að það verður á­fram mun hag­kvæmara að eiga og reka raf­magns­bíl.“


Tengdar fréttir

Á­fengis-og tóbaks­gjöld hækka

Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 

Per­sónu­af­sláttur og þrepa­mörk hækka

Gert er ráð fyrir því í árs­byrjun 2024 að per­sónu­af­sláttur hækki um rúm­lega fimm þúsund krónur á mánuði og að skatt­leysis­mörk hækki um rúm­lega 16 þúsund krónur.

Gisti­n­átta­skattur á skemmti­­ferða­­skip í fyrsta sinn

Gisti­n­átta­skattur sem felldur var niður á tímum heims­far­aldurs verður tekinn aftur upp um ára­mót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmti­ferða­skip, í fyrsta sinn. Á­ætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðar­búið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×