Viðskipti innlent

Berlin yfir­gefur bensín­stöðina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Reiðhjólaverslunin flutti ekki langt.
Reiðhjólaverslunin flutti ekki langt. Bent Marinósson

Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá.

,,Húsnæðið í gömlu bensínstöðinni á Háaleitisbrautinni var orðið of lítið fyrir okkur og þótt að sú staðsetning hafi verið skemmtileg þá erum við að fara stutt frá í enn betra og stærra húsnæði. Það hefur verið mjög mikið að gera hér hjá okkur enda er hjólamenning Íslendinga alltaf að eflast og aukast og sífellt fleiri að eignast reið- og rafmagnshjól til að nota sem samgöngumáta," segir Jón Óli Ólafsson eigandi Berlinar í tilkynningu.

Haldin var sérstök opnunarhátíð í dag þar sem gestum og gangandi var boðið að prófa þrekhjól frá áttunda áratugnum.

María Sif Jónsdóttir prófaði hjólið og Rakel Ýr Jónsdóttir tók tímann.Bent Marinósson




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×