Keppa við Evrópubúa í iðn- og verkgreinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2023 16:03 Íslendingarnir sem fóru til Gdansk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra. Ellefu Íslendingar taka nú þátt í Euroskills, sem er Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi þessa dagana. Mótið er haldið annað hvert ár en aldrei hafa fleiri Íslendingar tekið þátt. Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn. Íslendingar erlendis Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn.
Íslendingar erlendis Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira