Viðskipti innlent

Brasserie Askur skiptir um eig­endur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks.
Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks.

Veitinga­staðurinn Askur á Suður­lands­braut, einn þekktasti veitinga­staður landsins, hefur skipt um eig­endur. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að nýir eig­endur séu mat­reiðslu­meistararnir Viktor Örn Andrés­son og Hin­rik Örn Lárus­son hjá Sæl­kera­búðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eig­enda­hópinn á­samt Baldri Guð­björns­syni, mat­reiðslu­meistara, sem muni stýra dag­legum rekstri veitinga­staðarins og Bjarna Stefáni Gunnars­syni, veitinga­manni og eig­anda Saffran og Pítunnar.

„Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum horn­steini í ís­lenskri veitinga­húsa­menningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakk­látir fyrir að fá að taka Ask á­fram inn í fram­tíðina,“ segir Hin­rik Örn Lárus­son í til­kynningu.

Sex­tíu ára sam­fleytt rekstrar­saga haldi á­fram

Í til­kynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitinga­staðinn fyrir Ís­lendingum. Lang­flestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfir­læti og snætt með vinum eða fjöl­skyldu í gegnum árin.

Askur nær þeim merka á­fanga eftir að­eins tvö ár að státa af sex­tíu ára sam­fleyttri rekstrar­sögu, þar af heilum fjöru­tíu árum á sama stað á Suður­lands­brautinni.

„Þegar maður fær svona gim­stein í hendurnar er mikil­vægt að halda í hin gömlu og rót­grónu gildi á­samt því að bæta við nýjum og ferskum á­herslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endur­vekja veislu­þjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er enn­fremur haft eftir Hin­riki.

Hann segir að á­fram verði hægt að stóla á hlað­borð í há­deginu og vin­sælt steikar­hlað­borð á sunnu­dögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrir­tæki í ná­grenninu um há­degis­verð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grill­vagn til sögunnar áður en langt um líður.“

Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.