Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 15:50 Samskip Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð. Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið gaf út í dag og snýr að leiðum til að draga úr samkeppnishindrunum og flutningamarkaði, skapa aðhald og efla samkeppni. Álitið má finna hér. Samkeppniseftirlitið sektaði nýverið Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og fyrir samkeppnislagabrot sem metinu voru alvarleg. Eimskip gerði sátt við eftirlitið árið 2021 og greiddi 1,5 milljarða í sekt. Fyrirtækin eru sögð hafa haldið verði háu með samráðinu. Félag Atvinnurekenda gaf út tilkynningu í dag um að forsvarsmenn fyrirtækja ættu að kanna hvort þeir fái tjón bætt frá skipafélögunum. Sjá einnig: Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að tillögur stofnunarinnar feli meðal annars í sér að aðgengi nýrra og minni keppinauta í sjóflutningum að fullnægjandi hafnaraðstoð og skipaafgreiðslu hér á landi verði tryggt. Einnig verði skapaðar aðstæður fyrir aukna samkeppni í landflutningum og hugað verði að leiðum til að skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Tillögum þessum er beint til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins er því einnig sérstaklega beint til viðskiptavina Samskipa og Eimskips að eðlilegt sé að þeir kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru við samningagerð.
Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05