Barist um flugmenn á heimsvísu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2023 13:06 Birgir Jónsson forstjóri Play og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26