Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:20 Birgir segist ekki geta staðfest tölurnar sem Túristi.is setti fram en segir að tilboðið sé sanngjarnt. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst. Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst.
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26