Landsvirkjun hagnaðist um tæpa sextán milljarða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 18:06 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri helmingi ársins var 15,6 milljarðar króna, samanborið við 18,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Í fréttatilkynningu um árshlutareikning Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra félagsins, að reksturinn gangi áfram vel. Hagnaður af grunnrekstri hafi aukist um 27 prósent frá sama tímabili ársins 2022, sem hafi þó verið metár í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur hafi aukist um 12,5 prósent frá fyrri helmingi ársins 2022. Muni þar mestu um tekjur vegna innleystra áhættuvarna, auk þess sem raforkusala hafi áfram verið mikil, en á móti komi verðlækkun á þeim mörkuðum sem raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt við. Á sama tíma hafi rekstrar- og viðhaldskostnaður um lækkað 6 prósent frá fyrra ári. Helstu atriði árshlutareiknings Landsvirkjunar Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 196 milljónum USD (26,8 mö.kr.), en var 154,3 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 27,0% þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 114 milljónir USD (15,6 ma.kr.), en var 137,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Rekstrartekjur námu 331,8 milljónum USD (45,5 ma.kr.) og hækka um 36,8 milljónir USD(12,5%) frá sama tímabili á árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 182,4 milljónir USD (25 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok júní 665,7 milljónir USD (91,2 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 248,8 milljónum USD (34,1 ma.kr.), sem er 29,7% hækkun frá sama tímabili árið áður. Á öðrum ársfjórðungi var 125 milljóna USD lánalína endurfjármögnuð til þriggja ára. Kjör lánalínunnar eru hagstæð, eða 45 punktar yfir SOFR millibankavöxtum. Matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BBB+ lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Landsvirkjun gerir ekki samstæðuárshlutareikning með dótturfélögum sínum Icelandic Power Insurance Ltd. og Landsvirkjun Power ehf., þar sem áhrif þeirra eru talin vera óveruleg. Þess í stað eru reikningsskilin gerð í samræmi við staðalinn IAS 27, Aðgreind reikningsskil. Nauðsynlegt að virkja meira Haft er eftir Herði að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á fyrri helmingi ársins, en á fyrsta fjórðungi hafi þó þurft að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda, þar sem raforkukerfið sé nú rekið nærri hámarks afkastagetu. „Eins og við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á síðustu ár og misseri ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að uppfylla þá augljósu orkuþörf sem er í samfélaginu vegna orkuskipta og almenns vaxtar í atvinnulífinu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo fyrirtækinu sé unnt að mæta þessum sjálfsögðu kröfum samfélags og stefnu stjórnvalda.“ Landsvirkjun er sameignarfélag sem er alfarið í eigu ríkisins. Árshlutareikninginn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FréttatilkynningPDF146KBSækja skjal Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um árshlutareikning Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra félagsins, að reksturinn gangi áfram vel. Hagnaður af grunnrekstri hafi aukist um 27 prósent frá sama tímabili ársins 2022, sem hafi þó verið metár í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur hafi aukist um 12,5 prósent frá fyrri helmingi ársins 2022. Muni þar mestu um tekjur vegna innleystra áhættuvarna, auk þess sem raforkusala hafi áfram verið mikil, en á móti komi verðlækkun á þeim mörkuðum sem raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt við. Á sama tíma hafi rekstrar- og viðhaldskostnaður um lækkað 6 prósent frá fyrra ári. Helstu atriði árshlutareiknings Landsvirkjunar Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 196 milljónum USD (26,8 mö.kr.), en var 154,3 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 27,0% þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 114 milljónir USD (15,6 ma.kr.), en var 137,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins. Rekstrartekjur námu 331,8 milljónum USD (45,5 ma.kr.) og hækka um 36,8 milljónir USD(12,5%) frá sama tímabili á árinu áður. Nettó skuldir lækkuðu um 182,4 milljónir USD (25 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok júní 665,7 milljónir USD (91,2 ma.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 248,8 milljónum USD (34,1 ma.kr.), sem er 29,7% hækkun frá sama tímabili árið áður. Á öðrum ársfjórðungi var 125 milljóna USD lánalína endurfjármögnuð til þriggja ára. Kjör lánalínunnar eru hagstæð, eða 45 punktar yfir SOFR millibankavöxtum. Matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BBB+ lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Landsvirkjun gerir ekki samstæðuárshlutareikning með dótturfélögum sínum Icelandic Power Insurance Ltd. og Landsvirkjun Power ehf., þar sem áhrif þeirra eru talin vera óveruleg. Þess í stað eru reikningsskilin gerð í samræmi við staðalinn IAS 27, Aðgreind reikningsskil. Nauðsynlegt að virkja meira Haft er eftir Herði að rekstur aflstöðva hafi gengið vel á fyrri helmingi ársins, en á fyrsta fjórðungi hafi þó þurft að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda, þar sem raforkukerfið sé nú rekið nærri hámarks afkastagetu. „Eins og við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á síðustu ár og misseri ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að uppfylla þá augljósu orkuþörf sem er í samfélaginu vegna orkuskipta og almenns vaxtar í atvinnulífinu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo fyrirtækinu sé unnt að mæta þessum sjálfsögðu kröfum samfélags og stefnu stjórnvalda.“ Landsvirkjun er sameignarfélag sem er alfarið í eigu ríkisins. Árshlutareikninginn má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FréttatilkynningPDF146KBSækja skjal
Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira