Innherji

Fjár­festar stækkuðu við sig í hluta­bréfa­sjóðum í fyrsta sinn um langt skeið

Hörður Ægisson skrifar
Hlutabréfamarkaðurinn rétti aðeins úr kútnum í síðasta mánuði eftir en Úrvalsvísitalan er samt niður um þrjú prósent frá áramótum.
Hlutabréfamarkaðurinn rétti aðeins úr kútnum í síðasta mánuði eftir en Úrvalsvísitalan er samt niður um þrjú prósent frá áramótum. VÍSIR/VILHELM

Eftir viðvarandi útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum í nærri eitt ár varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar meira en einn milljarður króna flæddi inn í slíka sjóði samhliða verðhækkunum í félaga Kauphöllinni. Ekkert lát var hins vegar á sama tíma á áframaldandi innlausnum fjárfesta í skuldabréfa- og blönduðum sjóðum.


Tengdar fréttir

Útflæði úr sjóðum tæplega tvöfaldast á milli ára

Samfellt hreint útflæði var úr helstu verðbréfasjóðum á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst það talsvert á milli ára samtímis erfiðu árferði á fjármálamörkuðum sem einkenndist af þrálátri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi. Innlausnir fjárfesta í hlutabréfa- og blönduðum sjóðum var samanlagt um 13 milljarðar og næstum tvöfaldaðist á fyrri árshelmingi þessa árs.

Hluta­bréfa­sjóðir halda stöðu sinni þrátt fyrir verð­fall Al­vot­ech

Þrátt fyrir talsverða lækkun á gengi bréfa Alvotech frá því um miðjan aprílmánuð er stór hluti umsvifamestu hlutabréfasjóða landsins enn með íslenska líftæknilyfjafyrirtækið sem sína stærstu eign. Hlutabréfasjóðurinn Akta Stokkur, sem hefur minnkað nokkuð að stærð samhliða verðlækkunum á mörkuðum og innlausnum frá sjóðsfélögum, hefur veðjað hlutfallslega mest á Alvotech og er með nálægt 30 prósentum af eignum sjóðsins bundið í bréfum félagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×