Viðskipti innlent

Þráinn ráðinn til LV

Atli Ísleifsson skrifar
Þráinn Halldórsson.
Þráinn Halldórsson. LV

Þráinn Halldórsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á sviði ábyrgra fjárfestinga á eignastýringarsviði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Í tilkynningu segir að með ráðningu Þráins séu nú tveir starfsmenn eignastýringarsviðs sérhæfðir á sviði ábyrgra fjárfestinga, sem endurspegli áherslur sjóðsins á málaflokkinn.

„Þráinn hefur undanfarin ár gegnt stöðu gagnasérfræðings á sviði ábyrgra fjárfestinga hjá Nordea Asset Management og er jafnframt í IFRS ISSB Investor Advisory Group sem m.a. spilar lykilhlutverk í þróun á SASB staðlinum. Þráinn er með B.A. í hagfræði frá HÍ og M.Sc. í fjármálum og fjárfestingum með gagnagreiningu sem aukagrein frá Copenhagen Business School auk þess að hafa staðist próf í verðbréfaréttindum,“ segir í tilkynningunni.

Á eignastýringarsviði LV starfa nú níu starfsmenn, en eignasöfn sjóðsins nema um 1.200 milljörðum króna. Sjóðsfélagar telja um 180 þúsund.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×