Innherji

Stefán tekur við vara­for­mennsku í stjórn Ís­lands­banka

Hörður Ægisson skrifar
Stefán Pétursson var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021.
Stefán Pétursson var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021.

Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans.


Tengdar fréttir

Þungur baggi Ís­lands­banka fælir Kviku frá sam­runa

Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×