Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 20:28 Alexander segir gaman að sjá að fólk hafi nýtt sér afsláttinn. Stöð 2 Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær. Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Viðskipti innlent Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær.
Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Viðskipti innlent Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Viðskipti erlent Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Viðskipti erlent Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Samstarf Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Viðskipti innlent Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Viðskipti innlent Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira