Nýr eigandi Bláhornsins með áfengisverslun í pípunum Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2023 13:58 Víðir Jónasson er stoltur nýr eigandi Bláhornsins. Víðir Jónasson gekk frá kaupum á Bláhorninu, gamalgrónum söluturni í miðborginni, í byrjun júlí. Hann segist vera með það í skoðun að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira