Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 09:38 Bannið lýtur bæði að auglýsingum á samfélagsmiðlum og á verslununum sjálfum. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05