Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka
![„Ég bý að góðri reynslu og hef áhuga á að gefa kost á mér í krefjandi verkefni,“ segir Frosti Sigurjósson, sem meðal annars hefur verið þingmaður, forstjóri Nýherja og stjórnarformaður CCP, Dohop og Datamarket.](https://www.visir.is/i/5F97C871DA8A54E02AC2985B52F67902CBCF3B589D52FE7B72199850B1AA2C59_713x0.jpg)
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“