Hinn 36 ára gamli Harman hefur spilað frábærlega á Opna og leiðir með fimm höggum. Landi hans, Bandaríkjamaðurinn Cameron Young, kemur er í 2. sæti, sjö höggum á undir pari. Þar á eftir er Spánverjinn Jon Rahm á sex höggum undir pari.
Harman er duglegur að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum með dýrum sem hann hefur drepið enda er hann veiðimaður mikill. Nú snýst dæmið við þar sem hann þarf að forðast að vera „veiddur“ af Young, Rahm eða öðrum kylfingum.
„Ég hef verið veiðimaður allt mitt líf. Við borðum mikið af villtu kjöti á mínu heimili, ég nýt þess að slátra dýrum og veiði mikið,“ sagði Harman.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Klukkan 18.00 verður Opna gert upp á Stöð 2 Sport 4.