Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 15:46 Samkeppniseftirlitið telur Hreyfil vera með markaðsráðandi stöðu. Vísir/Egill Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. Svo hljóðar bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar sem telur að háttsemi Hreyfils hafi verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn, neytendum til tjóns. Þá hafi aðgerðirnar viðhaldið þeim takmörkunum sem nýjum lögum um leigubifreiðaakstur væri ætlað að uppræta. Að sögn stofnunarinnar hefur Hreyfill frá því að Hopp hóf starfsemi á leigubílamarkaði í vor haft reglur í samþykktum sínum og stöðvarreglum sem útilokuðu félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða. Hafi virt fyrri tilmæli að vettugi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið hefur afskipti af Hreyfli en samsvarandi háttsemi var tekin til skoðunar árið 2020 í tengslum við félagið Drivers ehf. „Beindi Samkeppniseftirlitið þá tilmælum til Hreyfils að láta af háttseminni, sem bryti líklega gegn 11. gr. samkeppnislaga. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi,“ segir á vef stofnunarinnar. Hreyfill hafi lengi verið stærsta leigubifreiðastöð landsins með flesta leigubifreiðastjóra og „gríðarlegan efnahagslegan styrk“ umfram keppinauta. Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Hreyfils að gera breytingar á reglum og samþykktum sem hamli eða banni leigubílstjórum að nýta jafnframt þjónustu annarra aðila. Þá skuli tilkynna leigubílstjórum sem keyra fyrir Hreyfil um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og að þeim sé heimilt að nýta þjónustu annarra aðila. Framkvæmdastjórar Hreyfils og Hopp leigubíla hafa deilt um það á opinberum vettvangi hvort ný lög um leigubílaakstur banni bílstjórum að vera skráðir á fleiri en einni leigubifreiðastöð. Samgöngustofa hefur eftirlit með því hvort starfsemi leigubifreiðaleyfishafa sé í samræmi við lög og reglugerðir. Stofnunin hefur ekki tekið afstöðu í máli Hreyfils og Hopp leigubíla og sagt að hún hlutist ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmist innan laga og reglna. Fréttin hefur verið uppfærð. Leigubílar Samkeppnismál Samgöngur Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Svo hljóðar bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar sem telur að háttsemi Hreyfils hafi verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn, neytendum til tjóns. Þá hafi aðgerðirnar viðhaldið þeim takmörkunum sem nýjum lögum um leigubifreiðaakstur væri ætlað að uppræta. Að sögn stofnunarinnar hefur Hreyfill frá því að Hopp hóf starfsemi á leigubílamarkaði í vor haft reglur í samþykktum sínum og stöðvarreglum sem útilokuðu félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða. Hafi virt fyrri tilmæli að vettugi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið hefur afskipti af Hreyfli en samsvarandi háttsemi var tekin til skoðunar árið 2020 í tengslum við félagið Drivers ehf. „Beindi Samkeppniseftirlitið þá tilmælum til Hreyfils að láta af háttseminni, sem bryti líklega gegn 11. gr. samkeppnislaga. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi,“ segir á vef stofnunarinnar. Hreyfill hafi lengi verið stærsta leigubifreiðastöð landsins með flesta leigubifreiðastjóra og „gríðarlegan efnahagslegan styrk“ umfram keppinauta. Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Hreyfils að gera breytingar á reglum og samþykktum sem hamli eða banni leigubílstjórum að nýta jafnframt þjónustu annarra aðila. Þá skuli tilkynna leigubílstjórum sem keyra fyrir Hreyfil um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og að þeim sé heimilt að nýta þjónustu annarra aðila. Framkvæmdastjórar Hreyfils og Hopp leigubíla hafa deilt um það á opinberum vettvangi hvort ný lög um leigubílaakstur banni bílstjórum að vera skráðir á fleiri en einni leigubifreiðastöð. Samgöngustofa hefur eftirlit með því hvort starfsemi leigubifreiðaleyfishafa sé í samræmi við lög og reglugerðir. Stofnunin hefur ekki tekið afstöðu í máli Hreyfils og Hopp leigubíla og sagt að hún hlutist ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmist innan laga og reglna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leigubílar Samkeppnismál Samgöngur Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Sjá meira
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent