Viðskipti innlent

Gangverk kaupir Zaelot

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hluti stjórnendateymis Gagnverks: Atli Þorbjörnsson, Hlynur Sigurþórsson, Ása Rún Björnsdóttir og Haukur Kristinsson.
Hluti stjórnendateymis Gagnverks: Atli Þorbjörnsson, Hlynur Sigurþórsson, Ása Rún Björnsdóttir og Haukur Kristinsson. Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur fest kaup á Zaelot, hugbúnaðarfyrirtæki í Úrúgvæ sem er með starfsemi í fimmtán löndum.

„Við höfum unnið með Zaelot í um tvö ár nú þegar. Það kom fljótt í ljós hversu mikil líkindi voru á milli menningar beggja fyrirtækja, sérstaklega hvað varðar mikilvægi starfsánægju,” er haft eftir Atla Þorbjörnssyni, forstjóra Gangverks í tilkynningu um kaupin.

Fram kemur í tilkynningunni að með kaupunum tvöfaldist starfsmannafjöldi fyrirtækisins.

Atli segir kaupin á Zaelot gera þeim kleift að auka og bæta þjónustuframboð sitt. Sameinaðir kraftar og skipulag nýs félags muni auka samkeppnishæfni og gera þeim mögulegt að takast á við enn stærri og víðameiri verkefni.

Jeff Lombard, forstjóri Zaelot, segir í tilkynningunni að Gangverk hafi framtíðarsýn sem falli vel að þeirra eigin. „Það stóð aldrei til að selja fyrirtækið, en þegar við áttuðum okkur á möguleikunum sem opnast með sameiningu við Gangverk, var ekki aftur snúið,“ er haft eftir Lombard.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×