Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra. Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra.
Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira