Viðskipti erlent

Stjórnar­menn Tesla sam­þykkja að skila 735 milljónum dala

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Greiðslur til Elon Musk, stofnanda Tesla, hafa verið teknar fyrir í aðskildu dómsmáli.
Greiðslur til Elon Musk, stofnanda Tesla, hafa verið teknar fyrir í aðskildu dómsmáli. AP/David Zalubowski

Stjórnarmenn Tesla hafa samþykkt að skila 735 milljónum dala í hlutafjárkaupréttum, eftir að hluthafar höfðuðu mál á hendur þeim vegna ákvörðunar þeirra um óhóflegar greiðslur til handa þeim sjálfum.

Sáttin nær ekki til 56 milljarð dala tekjupakka Elon Musk, sem fór fyrir dóm í fyrra. Niðurstöðu í því máli er að vænta á næstunni.

Tesla hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en í dómsskjölum segir að jafnvel þótt stjórnarmenn Tesla telji sig hafa samþykkt greiðslurnar í góðri trú og í þágu hluthafa félagsins hafi þeir ákveðið að gangast undir sátt til að forða sjálfum sér og fyrirtækinu frá fleiri lögsóknum.

Málið var höfðað af lífeyrissjóði lögreglu- og slökkviliðsmanna í Detroit en fjármunirnir sem samið var um að stjórnarmennirnir myndu skila munu renna beint aftur til fyrirtækisins. Þá munu þeir ekki þiggja neina umbun fyrir störf sín fyrir árin 2021, 2022 og 2023.

Stjórn fyrirtækisins mun einnig endurskoða hvernig stjórnarmönnum er umbunað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×