Golf

Axel fór með sigur af hólmi í holukeppni í Svíþjóð

Hjörvar Ólafsson skrifar
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, stóð sig vel í Skövde í dag.
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, stóð sig vel í Skövde í dag. Mynd/GSÍ

Axel Bóas­son, at­vinnukylf­ing­ur úr GK, fór með sigur af hólmi á Swed­ish Matchplay Champ­i­ons­hip-mótinu sem leikið var í Skövde í Svíþjóð í dag.

Keppt er í holukeppni á mótinu og notast við útsláttarfyrirkomulag. Axel lagði Svíann Felix Pálsson í úrslitaviðureigninni en Axel tryggði sér sigurinn á 18. holunni. 

Þetta mót telur til stiga á Nordic Gold League, sem er þriðja sterkasta at­vinnu­mót­arörðin í Evr­ópu en Axel komst með sigrinum í fimmta sætið á stigalistanum á þeirri mótaröð. 

Fimm efstu kylfingatnir á þeim stigalista Nordic Gold League öðlast keppn­is­rétt á Áskor­enda­mótaröðinni, Chal­lenge Tour, sem er næ­ststerkasta mótaröðin í Evr­ópu.

Einnig er hægt að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótarðinni með því að vinna þrjú mót á Nordic Gold League á einu og sama tímabilinu en þetta var fyrsti sigur Axels á yfirstandandi tímabili.  

Axel hefur einu sinni spilað heilt tímabil á Áskorendamótaröðinni en það var í kjölfar þess að hann varð stigahæsti kylfingur Nordic Gold Leagur árið 2017. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×