Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 11:23 Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag. Hamborgarafabrikkan Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. „Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
„Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira