Madrid og Macron vilja halda kappakstur Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:30 Mótið á Silverstone-brautinni í Bretlandi var haldin um síðustu helgi. Vísir/Getty Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins. Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári. Akstursíþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira