Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 20:10 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira