Innherji

Tafir á inn­komu á Banda­ríkja­markað þurrkar út 25 milljarða af virði Al­vot­ech

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestingafélag Róberts Wessman, stofnanda og forstjóra Alvotech, hyggst íslenska félaginu til aukið fjármagn til að tryggja reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum.
Fjárfestingafélag Róberts Wessman, stofnanda og forstjóra Alvotech, hyggst íslenska félaginu til aukið fjármagn til að tryggja reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum.

Hlutabréfaverð Alvotech hefur fallið um liðlega sjö prósent eftir að ljóst varð seint í gærkvöldi að umsókn íslenska líftæknilyfjafélagsins um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf yrði ekki samþykkt að svo stöddu af hálfu Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) þar í landi. Áætla má að handbært fé Alvotech geti numið yfir 180 milljónum Bandaríkjadala miðað við áform stærsta hluthafans um að leggja því til aukið fjármagn til að standa straum af kostnaði við rekstur og fjárfestingar á komandi mánuðum.


Tengdar fréttir

Gott gengi Lotus eykur virði hlutar Róberts um tugi milljarða á einu ári

Markaðsvirði samheitalyfjafyrirtækisins Lotus hefur liðlega þrefaldast frá því að fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, kom að kaupum á meirihluta í félaginu fyrir rétt rúmu einu ári og nemur nú jafnvirði yfir 400 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréfaverð Lotus, sem er stærsta lyfjafyrirtækið á markaði í Taívan, rauk upp meira en tuttugu prósent þegar það birti árshlutauppgjör sitt um miðja síðustu viku sem sýndi yfir 40 prósenta tekjuvöxt.

Lækkar verð­mat á Al­vot­ech vegna ó­vissu um inn­komu á Banda­ríkja­markað

Ólíklegt er að Alvotech takist að standa við áður yfirlýst áform um að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár heldur má ætla að FDA muni ekki samþykkja umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrr en í desember. Þær tafir valda því að greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley hafa lækkað verðmat sitt á íslenska líftæknifyrirtækinu um 40 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×