Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júní 2023 16:31 IKEA í Svíþjóð ætla að hætta að selja vörur frá Mondelez sem sakaðir eru um að styðja við stríðsrekstur Pútíns. Vísir/Vilhelm Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn. Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn.
Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira