Innherji

Ekkert lát á sölu fjár­festa úr sjóðum sam­tímis verð­lækkunum á markaði

Hörður Ægisson skrifar
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar er niður um rúmlega níu prósent frá áramótum. 
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar er niður um rúmlega níu prósent frá áramótum.  VÍSIR/VILHELM

Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár.


Tengdar fréttir

Fjár­­fest­­ar ef­ast um að rekst­ur Mar­els batn­i jafn hratt og stjórn­end­ur á­ætl­a

Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að  rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja.

Al­vot­ech og Mar­el hald­a mark­aðn­um niðr­i en hækk­an­ir víða er­lend­is

Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×