Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 07:01 Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar. Íslandsbanki Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. „Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“ Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
„Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“
Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira