Viðskipti innlent

Hætti við að hætta við og seldi Ölmu húsið

Árni Sæberg skrifar
Simmi Vil seldi Ingólfi Árna Gunnarssyni og félögum í Ölmu heimili sitt.
Simmi Vil seldi Ingólfi Árna Gunnarssyni og félögum í Ölmu heimili sitt. Alma/Vísir/Vilhelm

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, ávallt kallaður Simmi Vil, hefur selt húsið sitt að Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Kaupandinn er umtalaða leigufélagið Alma.

Þetta kemur fram í frétt DV um söluna. Þar segir að kaupsamningi hafi verið þinglýst í byrjun mánaðar en að Simmi sé enn afsalshafi að húsinu.

Athygli vakti á dögunum þegar Simmi setti heimili sitt í Mosfellsbæ á sölu fyrir tæplega 150 milljónir króna en greindi síðar frá því að hann hefði hætt við að selja húsið og ákveðið að taka upp bíllausan lífsstíl.

Síðar kom þó í ljós að Simmi ákvað ekki sjálfur að leggja bílnum heflur hafði hann misst bílprófið vegna ölvunaraksturs.

Nú greinir DV hins vegar frá því að Simmi hafi hætt við að hætta við söluna og selt Ölmu leigufélagi slotið. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Simmi hafi selt húsið til þess að flytja nær vinnustað sínum, Mini garðinum í Skútuvogi, vegna bílprófsleysisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×