Neytendur

Inn­kalla spínat­pasta vegna að­skota­hluta

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir. aðsent

Heildsalan Danól ehf. hefur innkallað spínatpasta frá vörumerkinu Pastella í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan er sú að málmagnir fundust í vörunni, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu.

Varan heitir Fresh Fettuccine Spinach og er framleidd af danska fyrirtækinu Scandinavian Retail Food. Danól ehf. flytur inn vöruna, sem seld var í öllum verslunum Bónus, Hagkaup Skeifunni, Krambúðinni Mývatni og Melabúðinni.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Pastella

Vöruheiti: Fresh Fettuccine Spinach

Best fyrir Dagsetning: 15.05.2023 til 01.08.2023

Nettómagn: 250 g

Framleiðandi: Scandinavian Retail Food

Framleiðsluland: Danmörk

Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt.


Tengdar fréttir

Glúten­frír bjór inn­kallaður vegna glútens

Matvælastofnun hefur varað við glútenfría bjórnum Snublejuice frá To Øl sem Rætur og Vín ehf. flytja inn þar sem glúten í bjórnum. Bjórinn er markaðssettur sem glútenfrír bjór.

Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti

Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna

Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.