Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 14:15 Chris Licht, var forstjóri CNN í rúmt ár. AP/Evan Agostini Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs. Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Viðskipti innlent „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Viðskipti innlent „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira