Viðskipti innlent

Agnes frá Össuri til Samorku

Atli Ísleifsson skrifar
Agnes Ástvaldsdóttir.
Agnes Ástvaldsdóttir. Samorka

Agnes Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri faghópa hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja og hefur hún þegar hafið störf.

Í tilkynningu frá Samorku kemur fram að Agnes hafi frá 2017 starfað sem verkefnastjóri þróunar og nýsköpunarverkefna í þróunardeild Össur. 

„Þar áður vann hún í fimm ár sem verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli og á framkvæmdasviði Ljósleiðarans.

Agnes hefur yfir 10 ára reynslu sem verkefnastjóri og er með IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hún er MSc. gráðu í Nýsköpunarverkfræði frá Technical University of Denmark (DTU) og leggur stund á EMBA við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.