Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynningar­fundur vegna hluta­fjár­út­boðs Hamp­iðjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutafjárútboðið stendur til klukkan 14 á föstudag.
Hlutafjárútboðið stendur til klukkan 14 á föstudag. Aðsend

Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Hampiðjunnar fer fram í dag þar sem stjórnendur munu kynna félagið og sögu þess ásamt því að farið verður yfir fyrirkomulag hlutafjárútboðsins.

Fundurinn verður í beinu streymi og hefst klukkan 10, en hægt verður að fylgjast með í spilara að neðan.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Emil Viðar Eyþórsson fjármálastjóri munu koma fram á fundinum og fara yfir fjárfestakynningu félagsins.

Í tilkynningu segir að starfsemi og rekstur félagsins verði kynnt, ásamt því að farið verði yfir hlutafjárútboðið sem hófst síðastliðinn fimmtudag og stendur yfir til klukkan 14 á föstudaginn. Stærð útboðsins eru 85.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Hampiðjunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.