Neytendur

Sekta verslanir í Kringlu og Smára­lind

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um er að ræða þrettán verslanir.
Um er að ræða þrettán verslanir. Vísir/Vilhelm/Hanna

Þrettán verslanir í Kringlunni og Smára­lind hafa verið sektaðar fyrir skort á verð­merkingum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Neyt­enda­stofu. Þar segir að stofnunin hafi í febrúar kannað á­stand verð­merkinga í verslunar­mið­stöðvunum. Við fyrri skoðun var farið í hundrað verslanir og veitinga­staði í Kringlunni og 71 verslun og veitinga­staði í Smára­lind.

Eftir þá skoðun voru gerðar at­huga­semdir við verð­merkingar hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verð­merkingar á vörur í versluninni, í sýningar­glugga eða bæði. Þegar skoðuninni var fylgt eftir höfðu mjög margar verslanir lagað verð­merkingar sínar, að sögn stofnunarinnar.

Þó voru aftur gerðar at­huga­semdir við verð­merkingar í þrettán verslunum. Segir í til­kynningunni að Neyt­enda­stofa hafi því lagt stjórn­valds­sekt á ellefu fyrir­tæki sem reka verslanirnar þrettán. Það eru verslanirnar Hag­kaup, Herra­garðurinn, Hrím, iittala búðin, Mac, Mini­so, Sam­bíó, Snúran, Spúút­nik, Steinar Wa­age, Under Armour, Voda­fone, World Class.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×