ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2023 10:09 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. Getty Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda. Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Neytendur „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent Hjalti Már tekur við af Hreiðari Þór hjá Datera Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda.
Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Neytendur „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent Hjalti Már tekur við af Hreiðari Þór hjá Datera Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira