ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2023 10:09 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. Getty Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda. Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda.
Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira