Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Máni Snær Þorláksson skrifar 12. maí 2023 19:19 Hæsta verðið fannst oftast í verslunum Iceland og Heimkaupa í verðlagskönnun Alþýðusambandsins. Vísir/Vilhelm Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. Bónus var ódýrasta verslunin í könnun verðlagseftirlits ASÍ en verðið í versluninni var að meðaltali fjórum prósentum frá lægsta verði. Þá bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Næst lægsta meðalverðið var að finna í Krónunni sem var tíu prósentum frá lægsta verði. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 29 tilfellum. Krónan kemur þar á eftir með lægsta verðið í fimmtán tilfellum. Af þeim 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. 58 af þeim vörum voru einni krónu dýrari. Í 47 tilfellum var verð hæst í Iceland og í 45 tilfellum í Heimkaupum. Minnstur munur innan vöruflokka á hæsta og lægsta verði var á te og kaffi, munurinn var þar að meðaltali 23 prósent. Mjólkurvörur komu þar á eftir en að meðaltali var 27 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í þeim vöruflokki. Mesti munurinn var í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105 prósent. Dæmi um mikinn verðmun í þeim flokki er munurinn á hæsta og lægsta kílóverðinu á hvítlauk. Hæst var kílóverðið á hvítlauk 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst í Bónus, 729 krónur. Alls er þetta um 329 prósent munur. Önnur athyglisverð dæmi eru til dæmis verðið á einum lítra af jarðarberjagraut frá Kjarnavörum. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 krónur en hæst í Heimkaupum þar sem grauturinn kostaði 829 krónur. Þá var 91 prósent verðmunur á rúlluverði klósettpappírs, hæst í Kjörbúðinni Sandgerði,143 krónur en lægst í Nettó á 75 krónur. ASÍ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Bónus var ódýrasta verslunin í könnun verðlagseftirlits ASÍ en verðið í versluninni var að meðaltali fjórum prósentum frá lægsta verði. Þá bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Næst lægsta meðalverðið var að finna í Krónunni sem var tíu prósentum frá lægsta verði. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 29 tilfellum. Krónan kemur þar á eftir með lægsta verðið í fimmtán tilfellum. Af þeim 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. 58 af þeim vörum voru einni krónu dýrari. Í 47 tilfellum var verð hæst í Iceland og í 45 tilfellum í Heimkaupum. Minnstur munur innan vöruflokka á hæsta og lægsta verði var á te og kaffi, munurinn var þar að meðaltali 23 prósent. Mjólkurvörur komu þar á eftir en að meðaltali var 27 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í þeim vöruflokki. Mesti munurinn var í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105 prósent. Dæmi um mikinn verðmun í þeim flokki er munurinn á hæsta og lægsta kílóverðinu á hvítlauk. Hæst var kílóverðið á hvítlauk 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst í Bónus, 729 krónur. Alls er þetta um 329 prósent munur. Önnur athyglisverð dæmi eru til dæmis verðið á einum lítra af jarðarberjagraut frá Kjarnavörum. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 krónur en hæst í Heimkaupum þar sem grauturinn kostaði 829 krónur. Þá var 91 prósent verðmunur á rúlluverði klósettpappírs, hæst í Kjörbúðinni Sandgerði,143 krónur en lægst í Nettó á 75 krónur.
ASÍ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira