Viðskipti innlent

Harpa Rut og Sölvi ráðin til LIVE

Atli Ísleifsson skrifar
Harpa Rut Sigurjónsdóttir og Sölvi Sölvason.
Harpa Rut Sigurjónsdóttir og Sölvi Sölvason. LIVE

Sölvi Sölvason lögmaður og Harpa Rut Sigurjónsdóttir hafa verið ráðin til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Í tilkynningu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna segir að Harpa Rut hafi verið ráðinn sérfræðingur á eignastýringarsviði sjóðsins. 

Hún hefur frá árinu 2012 starfað hjá Arion banka, bæði á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði og sem sjóðstjóri og sérfræðingur hjá Stefni. Harpa er með B.A. próf í hagfræði og MSc. í fjármálahagfræði auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.

Þá segir að Sölvi hafi verið ráðinn á lögfræðisvið Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 

„Sölvi hefur áralanga reynslu af störfum í bankakerfinu meðal annars hjá Íslandsbanka, Kaupþingi og Arion banka. Frá árinu 2019 hefur hann starfað hjá BBA//Fjeldco lögmannsstofu. Sölvi hefur lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaréttindum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×