Samstarf

Bein útsending: Ráðstefna fyrir þjálfara um hreyfiúrræði 60+

Landssamband eldri borgara
Á ráðstefnunni fara fram örerindi frá áhugaverðum fyrirlesurum er varðar heilsueflingu 60+.
Á ráðstefnunni fara fram örerindi frá áhugaverðum fyrirlesurum er varðar heilsueflingu 60+.

Ráðstefna fyrir þjálfara um hreyfiúrræði fyrir 60+ fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 12 og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Fylgjast má með ráðstefnunni i spilaranum hér fyrir neðan:

Á ráðstefnunni fara fram örerindi frá áhugaverðum fyrirlesurum er varðar heilsueflingu 60+.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi og heilbrigðisráðherra, Willum Þór verða með ávarp í byrjun ráðstefnunnar. Dagskrá ráðstefnunnar er sniðin fyrir þjálfara og skipuleggjendur sem sjá um hreyfingu fyrir 60 ára og eldri, og áhugasama aðila um málefnið. Dagskrána má finna hér.

Ráðstefnan er haldin á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Landssambands eldri borgara (LEB) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Heilsueflandi samfélag (embætti landlæknis). 

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101 milli kl. 12– 16 og er öllum áhugasömum frjálst að kíkja við. Enginn aðgangseyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og er að finna inni á www.bjartlif.is

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×