Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima Máni Snær Þorláksson skrifar 3. maí 2023 17:00 Gamestöðin lokar verslun sinni í Kringlunni um helgina. Vísir/Hanna/Facebook Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum. Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“ Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Það var um sumarið árið 2008 sem Gamestöðin opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Þá var verslunin staðsett í Skeifunni og var hún þar í nokkur ár áður en hún flutti í Kringluna. „Við erum búin að vera hér með smá hléum síðustu tíu árin í Kringlunni,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar, í samtali við fréttastofu. Hallbjörn segir að ástæðan fyrir þessu sé minnkandi sala. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að fólk kaupir tölvuleiki nú orðið í mun meira magni á netinu, yfirleitt í gegnum netverslanir leikjatölvufyrirtækjanna. „Þegar fólk er að kaupa af netinu þá minnkar salan hjá mér.“ Verslunin í Kringlunni lokar um helgina.Gamestöðin Gerðu lífið ekki auðveldara Á síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk versli tölvuleiki á netinu. Á árum áður tíðkaðist það að kaupa diska til að spila leiki. Mikil breyting hefur þó orðið á síðustu árum en að sögn Hallbjarnar lék heimsfaraldurinn stórt hlutverk í því. „Covid flýtti svolítið miklu fyrir þar, fólk fór að nota netið meira og kaupa meira á netinu.“ Þá sé erfitt að keppa við verðin sem leikjatölvufyrirtækin bjóða upp á í eigin vefverslunum. Leikir á útsölu þar seljast á verðum sem ekki er hægt að selja diska á. „Við getum ekki verið að keppa við Playstation-búðina og þær búðir,“ segir Hallbjörn. Það sé eins og framleiðendurnir hafi verið að einbeita sér meira að netverslununum heldur en diskunum á síðustu árum. Einn helsti kosturinn við diska hefur til að mynda verið sá að þeir spari geymslupláss. Nú sé sá kostur ekki jafn mikill þar sem stærstu leikirnir krefjast þess að fólk hlaði niður miklu gagnamagni, jafnvel þó svo að það sé með diskinn. „Þeir gera lífið okkar ekki auðveldara með því.“ Þá bjóði leikir sem keyptir eru á netinu jafnvel upp á hluti sem verslanir í raunveruleikanum geti ekki boðið upp á. „Eins og með FIFA, það hafa alltaf komið út tvær útgáfur á disk en nú kemur bara út ein útgáfa á disk og hinar koma út í netversluninni.“ „Fyrir mér er þetta bara safnið mitt“ Gamestöðin er þó ekki af baki dottin og mun halda rekstri áfram, þó með breyttu sniði. Nú færist reksturinn alfarið í netverslunina. Þar geti fólk nálgast spilaða leiki áfram. „Við munum halda því áfram og þeir verða allir á vefsíðunni okkar. Við gerðum það einmitt í Covid að setja alla spiluðu leikina á netið,“ segir Hallbjörn. Hann sér ennþá kosti í því að eiga diskana: „Ég er svo gamall að ég vil bara hafa allt á diski. Fyrir mér er þetta bara safnið mitt.“
Leikjavísir Kringlan Reykjavík Verslun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira