Körfubolti

Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið

Árni Jóhannsson skrifar
Kiana Johnson ísköld á vítalínunni. Var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar
Kiana Johnson ísköld á vítalínunni. Var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar Vísir / Hulda Margrét

Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram.

Kiana var spurð fyrst og fremst hvernig henni liði strax að leik loknum. 

„Hún er ótrúleg. Þetta er búið að vera langt tímabil og við vorum í frábæru einvígi gegn Haukum og frábæru einvígi gegn Keflavík. Tvö frábær lið og mikil barátta þannig að mér líður ótrúlega vel.“

Valskonur voru að elta Keflvíkingana lungan úr leiknu, hittu illa en í lok leiksins náðu þær að síga fram úr eins og í fyrsta leiknum og tryggja sigurinn. Kiana var spurð að því hvernig Valur hefði snúið þessu við.

„Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram. Við vissum að svo framarlega sem þetta var jafn leikur þá væri möguleiki. Við gáfumst aldrei upp og héldum áfram að berjast allan leikinn.“

Kiana var þá beðin um að tala um baráttu andann í Vals liðinu.

„Þetta var svo sannarlega andinn sem skilaði þessu. Það trúði engin að við myndum vinna mótið. Allir héldu að Haukar myndu leggja okkur, þau héldu að Keflavík myndi sópa okkur og að þær myndu koma til baka og vinna einvígið 3-2 eftir að við komumst í 2-0. Þannig að við móðguðumst út af því og töldum okkur vera betra liðið og að við þyrftum að sanna það í kvöld og við gerðum það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×