Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 16:08 Magnús Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Klakka. Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00